
Hann gerði síðan viskastykki fyrir aðra ömmu og afa (pabba minn og konuna hans). Það má sjá hér. Hann teiknaði okkur fjölskylduna. Myndina teiknaði Grímurinn minn á blað og ég tók upp í gegn með textíl penna sem fæst í A4 t.d. Viskastykkið keypti ég í Ikea.
Að lokum langar mig að sýna ykkur púðana sem ég gerði fyrir systur mannsins míns og konuna hennar en þær giftu sig í haust. Ég sá að hluta til um skreytingar veislunnar og þurfti að hylja íþróttafélagsmerki með hvítu þykku efni. Það nýtti ég síðan í það að gera púða og tók um leið nokkur af þeim heilræðum eða skilaboðum sem þær fengu og málaði það á púðana. Ég er mjög ánægð með útkomuna og vonandi eru þær bara jafn ánægðar, mér heyrist það alla vega á þeim. :)
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samfylgdina á síðasta ári :) Hlakka til að gera nýja hluti á nýju ári og deila með ykkur.
Vá ekkert smá flott alltasaman, hlakka til að fylgjast með komandi póstum :)
ReplyDelete