Vildi því deila með ykkur uppskriftinni af þeim.
Mexíkanskur borgari
400 gr nautahakk (ég nota alltaf beint frá býli)
1 dl mexíkanskur ostur
Blandað saman og búnir til tveir borgarar. Steiktir og þegar þeim er snúið við er skellt nóg af ostsneiðum til að þekja þann velilmandi :)
Á meðan borgarnarnir eru í steikingu er um að gera sósuna og hún heitir :
Grísk taco sósa
3 msk taco sósa (af þeim styrkleika sem þið viljið ... ég með minn viðkvæma maga nota Mild)
4 kúfaðar msk grísk jógurt
Þessu er hrært saman og þá verður hin undursamlega sósa til.
Síðan er bara að púsla borgurunum saman :
hamborgarabrauð (sem ég set í ristavélin)
sósa
grænmeti að eigin vali
borgari
sósa
hamborgarabrauð
Þar sem við höfum hætt því að borða franskar fáum við okkur salat til hliðar :)
Verði ykkur að góðu ... því þeir eru svakalega góðir svo ég segi sjálf frá.
Knús og kram, Hilja.