Endilega kíkið á ferlið og útkomuna ....
Hér má sjá borðið eins og það var fyrir yfirhalninguna. Ef vel er að gá má sjá viðardoppurnar á borðinu. Eins var farið fyrir stólunum.
Við tókum allt í sundur, pússuðum upp viðinn með hjálp Bjössa, bæsuðum viðinn og þrifum hvítu plöturnar af stólunum og borðinu.
Í Bauhaus má finna sjálflímandi plastfilmur með alls konar útliti og þar á meðal var þessi filma sem ég féll algjörlega fyrir. Þá var komið að því að setja filmuna á sætaplöturnar og borðplötuna.
Hér fyrir neðan má svo sjá árangurinn. Við erum öll mjög ánægð með þessa yfirhalningu, hvað finnst þér?
No comments:
Post a Comment