Hjá mér hefur verið einstaklega mikið að gera undanfarið þar sem ég ákvað að skella mér í nám til að næla mér í Mastersgráðuna í kennslu og menntunarfræðum yngri barna. Einnig varð ég formaður Menningar- og æskulýðsnefndar hér í sveit og staða mín sem móðir, eiginkona og kennari hefur ekki breyst en ennþá jafn dásamlegt!
Gulrótarkaka í páskaham! Uppskrift má finna undir uppskriftarflipanum :) |
Í dag er páskadagur og fékk ég málshátinn "Ástin er límið sem heldur heiminum saman" sem átti mjög vel við þar sem við buðum foreldrum mínum, systrum, ömmu minni og afa í brunchog því heilmikil ást komin saman undir eitt þak. Nýja vinnukona foreldra minna, hún Emma, kom einnig. Við buðum upp á lamba-carpaccio sem heppnaðist einstkalega vel. Ég er svo heppin að vera komin af bóndabýli og því hæg heimatökin. Ég greip mér hrygg úr frystinum og úrbeinaði hann svo að ég var að enda komin með tvær fallegar fillet í hendurnar. Ég fann fína uppskrift að lamba-carpaccio í Gestgjafanum en hef útfært réttin aðeins þannig að ég fái meira bragð í kjötið.
Ég var einnig með krúttlegan og gómsætan hindberja smárétt sem er einstaklega einfaldur í gerð og tilvalinn fyrir hvaða tilefni sem er. Móðir mín kolféll fyrir þessum tveimur réttum, hún er ekki mikið fyrir kökur og eftirrétti en kjöt og allt það sem inniheldur samanstendur af yfir 50% osti er það sem nær henni. Ég ákvað að skella inn þessum tveimur réttum þar sem að ást mömmu hefur haldið heiminum mínum saman einstaklega oft!