Knús og kram, Hilja
Sunday, November 17, 2013
Halda skal hvíldardaginn heilagann
Rauk upp á heilsugæslu með yngri soninn um miðnætti vegna öndunarerfiðleika og þar sem sá eldri er með hósta og kvef og ég í sama pakka er innivera málið í dag. Fyrir liggur kósý tími yfir góðri teiknimynd og föndra jólagjafir hjá þeim eldri. Um að gera að reyna sitt allra besta til að gera gott úr ástandinu því úti er nýfallinn sléttur snjór og trén bæra ekki á sér eða eins og Grímurinn minn segir "Þau dansa ekki í dag mamma". Semsagt hið fullkomna veður til að leika sér úti í snjónum.
Vildi óska þess að þetta væri í ofninum akkúrat núna. Lambalæri fyllt með basilíku og hvítlauk (gerði skurði og stakk ofan í). Við fengum okkur það síðustu helgi og buðum bróður mínum í mat. Þetta var tryllingslega gott, borið fram með smjörsteiktum kartöflum og rjómalagaðri sveppasósu. Ætli maður verði ekki aðeins að draga úr kröfunum þegar veikindi ber að garði ...
Knús og kram, Hilja
Knús og kram, Hilja
Thursday, November 7, 2013
Rifsberjaísinn ... !
Langaði til að deila með ykkur þessari brjálæðislegu góðu uppskrift að rifsberjaís. Hann er nauðsynlegt "meðlæti" með frönsku súkkulaðikökunni á þessu heimili enda er það fullkomin tvenna!
Here below is the recipe for redcurrant icecream in English.
Sunday, November 3, 2013
Úr bók má mat gera ...
Þessi bók er í uppáhaldi hjá mér. Ég fékk hana í jólagjöf frá strákunum mínum og er mikið búin að skoða hana, prófa uppskriftir og útfæra á minn hátt því eins og þeir sem eru nákomnir mér vita að þá á ég mjög erfitt með að fara eftir uppskrift. Sem er kannski bara góðs viti því að maður á að laga uppskriftirnar að sínum þörfum, bragðlaukum og vilja. Engin uppskrift er heilög. Það er líka skemmtilegt að hafa einn dag í viku þar sem er prófað eitthvað algjörlega nýtt. Við höfum haft tilraunalaugardaga þegar færi hefur gefist og okkur finnst alveg afskaplega skemmtilegt að upplifa nýja matargerð. Stundum liggjum við á meltunni á eftir, í önnur skipti er hafður eftirréttur til að fylla upp í magann.
Ég setti hérna inn um daginn uppskrift af beikonvöfðum kjúklingi. Ég átti smá afgang af kjúklingakótelettenum sem ég gerði fyrir strákana (á meðan við hjónin fengum unaðskjúklinginn ... ) og helling af hrísgrjónum. Ég var síðan að glugga í þessa bók og rakst á rísottó á meðan ég var að hugleiða hvað ég ætti að hafa í kvöldmatinn. Ég ákvað því að nota afganginn síðan kvöldið áður og bjó til rísottó úr hrísgrjónunum, kjúklingnum, afgangsbeikoninu, afgangs gráðuostinum og bætti við rauðlauki. Mér finnst svo gaman að gera góðan afgangsrétt og þessi réttur var ekkert mikið síðri en upphaflegi rétturinn. Með réttinum fékk síðan að fylgja hvítlaukssósan frá kvöldinu áður og salat.
Bon appetit :)
Knús og kram, Hilja

Bon appetit :)
Knús og kram, Hilja
Saturday, November 2, 2013
Jólastjarna úr pappírsgoggum
Úr 6 pappírsgoggum er hægt að búa til falleg jólastjörnu. Vantaði þig ekki örugglega eitthvað að gera fyrir jólin? Hægt er að nota alls konar litaðan pappír eða jafnvel mála létt með pensli yfir, ég hef stundum málað með gylltri eða silfurlitaðri málningu en þá bara strokið létt yfir með penslinum.
Endilega kíktu neðar til að sjá hvernig svona jólastjarna er gerð .... ekki verra ef þú skilur eftir þig spor í ummælum ...
Thursday, October 31, 2013
Monday, October 28, 2013
Beikonvafður kjúklingur fylltur með gráðaosti og döðlum!
Ég fór í boð á laugardagskvöldið þar sem frábær matgæðingur að nafni Begga bar fram hvern dýrindis réttinn á fætur öðrum. Þar á meðal voru beikonvafðar döðlur sem fylltar voru með gráðaosti.
Út frá því fékk ég hugmyndina að þessum rétt, beikonvafðar kjúklingarúllur fylltar með döðlu-og gráðaostamauki. Ég bar þetta fram með heimatilbúinni hvítlaukssósu, hrísgrjónum og fersku salati. Svo ég segi sjálf frá þá var þetta GUÐDÓMLEGA GOTT. Ef þig langar að prófa þetta, endilega taktu þessa uppskrift með þér í eldhúsið.
Döðlu-og gráðaostafylltar kjúklingarúllur vafðar í beikon.
2 kjúklingabringur sem ég sker endilangt. Fletjið þær síðan út, t.d. með því að fá útrás með steikarpönnunni. :) Ég set stóran glæran plastpoka ofan á þær og lem þær til með pönnunni.
1/2 blár gráðaostur frá MS (má alveg vera aðeins meira, skemmir ekkert fyrir)
8-9 þurrkaðar döðlur
- Döðlurnar hitaðar í potti með 1 matskeið af vatni og maukaðar. Gráðaostinum hrærður við þar til hann er bráðnaður saman við.
Smyrjið maukinu ofan á bringurnar og kryddið með salti og pipar. Rúllið þeim upp og vefjið með beikoni. Setjið inn í ofn í 50 mín við 200°C og snúið reglulega svo að beikonið steikjist jafnt.
Njótið svo afskaplega vel!
Knús og Kram, Hilja
Út frá því fékk ég hugmyndina að þessum rétt, beikonvafðar kjúklingarúllur fylltar með döðlu-og gráðaostamauki. Ég bar þetta fram með heimatilbúinni hvítlaukssósu, hrísgrjónum og fersku salati. Svo ég segi sjálf frá þá var þetta GUÐDÓMLEGA GOTT. Ef þig langar að prófa þetta, endilega taktu þessa uppskrift með þér í eldhúsið.
Döðlu-og gráðaostafylltar kjúklingarúllur vafðar í beikon.
2 kjúklingabringur sem ég sker endilangt. Fletjið þær síðan út, t.d. með því að fá útrás með steikarpönnunni. :) Ég set stóran glæran plastpoka ofan á þær og lem þær til með pönnunni.
1/2 blár gráðaostur frá MS (má alveg vera aðeins meira, skemmir ekkert fyrir)
8-9 þurrkaðar döðlur
- Döðlurnar hitaðar í potti með 1 matskeið af vatni og maukaðar. Gráðaostinum hrærður við þar til hann er bráðnaður saman við.
Smyrjið maukinu ofan á bringurnar og kryddið með salti og pipar. Rúllið þeim upp og vefjið með beikoni. Setjið inn í ofn í 50 mín við 200°C og snúið reglulega svo að beikonið steikjist jafnt.
Njótið svo afskaplega vel!
Knús og Kram, Hilja
Sunday, October 13, 2013
Jólaskraut héðan og þaðan
Jólin nálgast og mig langaði að deila með ykkur nokkrum hugmyndum að skrauti sem ég hef fundið hér og þar.
Ýtið bara á myndirnar og þær leiða ykkur þá á réttar slóðir.
Subscribe to:
Posts (Atom)