Tuesday, June 11, 2013

Bláu augun þín, blika djúp og skær ...


Ég fékk senda þessa gullfallegu mynd frá Vilborgu Maríu Ástráðsdóttur sem hún tók af yngsta stráknum okkar. Mig langaði að gera eitthvað við hana og svo vel vildi til að ég átti blindramma inni í föndurskáp.

Ég prentaði myndina út í lit, bar Mod Podge á blindrammann, skellti myndinni á hann og slétti vel úr henni. Síðan fann ég mér gamalt dagblað og leitaði sérstaklega eftir bláum blaðsíðum og tók sömuleiðis nokkra textabúta. Ég reif þetta niður og límdi svo á rammann til þess að ramma myndina inn.

Ég er svo ánægð með útkomuna, finnst myndin fá að njóta sín og bláu blaðabútarnir ýta enn undir þennan himinbláa augnlit sonarins.

Monday, May 27, 2013

Hrákaka ársins! (Raw cake of the year!)


1 bolli þurrkaðar döðlur
1/2 bolli sveskjur
1 banani
1/2 bolli kókosmjöl
1 1/2 bolli haframjöl.

Sjóðið döðlurnar í 1/4 dl vatni þar til þær verða maukaðar. Saxið niður sveskjurnar í smáa bita og stappið bananann. Blandið síðan öllu saman og setjið í 24 cm tertuform. Það er fínt að frysta þetta til að kakan herðist betur, þá er auðveldara að taka hana úr forminu. Þegar henni hefur verið hvolft á tertudisk er tilvalið að bræða yfir hana suðusúkkulaði. Mér finnst síðan gott að setja valhnetur yfir eða ristaðar heslihnetur. Algjört sælgæti.

IN ENGLISH

1 cup dried dates
1/2 cup prunes
1 banana
1/2  flaked coconut
1 1/2 cup oats

Boil the dates in 1/4 dl of water until it becomes a mash. Cut the prunes in little pieces and mash the banana. Mix all the ingredients together and put in a round 24 cm springform baking tin. It's a good trick to put the cake in the freezer so it becomes easier to take out of the tin. I like to melt dark chocolate on top after the cake has been taken out of the tin. It's also really good to serve the cake with walnuts or hazelnuts and on a Saturday, whipped cream is great to have on the side.

Tuesday, May 7, 2013

Hvað skal gera í sumar ???


Nú fer að líða að sumri og margir hverjir örugglega farnir að sjá fram á að gera eitthvað hverja einustu helgi.

Það er þó mikilvægt að gleyma hvorki sjálfum sér né fjölskyldunni. Við hér á þessu heimili gerðum tékklista yfir allt sem okkur langar að gera í sumar og ætlum okkur að gera.

Við ætlum t.d. í tjaldútilegu (ósk eldri sonarins) í Fossatún, búa til rabbabarasultu, ís til að borða á góðviðrisdegi og halda grillpartý fyrir einhverja sem við vitum ekki enn hverjir verða. Það er svo margt skemmtilegt sem við bíðum eftir að fá að gera saman.

Það er líka afskaplega gaman að kíkja á hann, þá finnur maður fyrir tilhlökkuninni fyrir sumrinu. Síðan eftir sumarið sér maður hvað margt skemmtilegt var gert yfir sumarið.

Ég gerði þennan lista í Microsoft Publisher.

Hér er síðan tómur listi sem þið getið prentað út og fyllt inn með ykkar eigin hugmyndum, óskum og vilja.

Gleðilegt sumar!

Friday, April 5, 2013

Fjölnota sófi

Er þetta ekki málið í litlum íbúðum ? 

Þessi sófi heitir Sosia og er hannaður af Emanuele Magini. Eins og sjá má af myndinni getur þetta verið þægilegir stólar, hvort sem er hlið við hlið eða skáhalt á móti, svefnaðstaða og þægilegur staður til að kúra yfir mynd.

Mér finnst þetta algjörlega frábær hönnun ... varð bara að deila henni með ykkur :)

Monday, April 1, 2013

Forskot á sumarið

Um að gera að fá sumarið inn aðeins á undan áætlun.
Þetta er mjög einfalt í framkvæmd. Klippa nokkrar birkigreinar, mèr finnst það vera með skemmtilegasta ùtlitið. Finna síðan litríkt og skemmtilegt efni, grænan blómavír og svo skemmir það ekkert fyrir ef maður á þurrkuð lauf eða gervilauf og jafnvel fiðrildi eins og ég var svo heppin að eiga. Nota svo blómavírinn til að festa efnið og hlutina á greinarnar, finna fallegan blómapott og nota mold eða möl til að halda greinunum á sínum stað.

Elska það að finna fyrir sumrinu þegar ég sè þessa skreytingu.

Friday, March 22, 2013

Dýrmætu minningarnar

 Nú er komið páskafrí hjá krökkunum og í sumum tilfellum þarf að hafa ofan af fyrir þeim.

Ég ásamt samkennurum mínum erum búin að vera að vinna með hafið og dýrin þar undanfarnar vikur. Hægt er að heimfæra þessar hugmyndir heim, t.d. teikna og lita sjávardýr á blöð, mála annað blað blátt og klippa síðan dýrin og líma á bláa blaðið.

 Einnig er hægt að taka pappadiska frá síðasta sumri, teikna á þá andlit og hengja mislita pappírsstrimla á þá líkt og á myndinni hér við hliðin á. Þar er notaður tissue pappír sem armana. Þá fær barnið þessa flottu marglyttu sem er flott að hengja upp í loftið. Í skólanum fengum við alls konar marglyttur, trúðamarglyttu, strákamarglyttu, stelpu- og prinsessumarglyttur. Mikið augnayndi í stofunni hjá okkur.


Síðan er alltaf gaman í eldhúsinu. Hér er verið að gera múffur í öllum regnbogans litum og samkvæmt drengnum mínum var mjög mikilvægt hvernig samsetningin í formunum var, mikil vísindi þar.

En allt þetta skapar yndislegar minningar og góðan dag með barninu. Ég á mínar eigin minningar frá barnæskunni þar sem að mamma mín var að föndra með mér, baka og bjóða mér í "kaffi" með "barnið" mitt. Þessar minningar eru mér mjög dýrmætar og ég reyni mitt ítrasta til að endurskapa þær með mínum börnum.

Thursday, March 21, 2013

Yfirhalning að hætti Kalla Berndsen



Ég er búin að horfa á þessu ljótu töflu í mörg ár, loksins lét ég verða að því að "pimpa" hana upp. Er súper ánægð með útkomuna.

Ég hvítlakkaði tréð og límdi efnið svo á með Modpodge, enginn saumaskapur svo að þetta ætti hver sem er að geta ef þeir luma á einhverjum svona töflum. Efnið keypti ég í Ikea á sínum tíma, fremur þykkt svo að rauði liturinn sem er á töflunni kemur ekki í gegn.
Fallegur blár borði fékk svo það hlutverk að halda töflunni uppi.