Monday, February 24, 2014

Tvær fljótlegar


PABBABRAUÐSTANGIR


 Maðurinn minn kom með þessar brauðstangir á borðið einn daginn. Eldri drengnum finnst brauðstangir æðislegar og kolféll líka fyrir þessum.

Byrjað er á því að taka tvær brauðsneiðar og krydda aðra með Roasted garlic and pepper kryddinu sem fæst t.d. í Bónus. Síðan setja ost yfir, krydda aftur og setja seinni brauðsneiðina ofan á. Smyrja samlokuna að utan með íslensku smjöri og setja í grill. Þegar samlokan fer að verða tilbúin skal skera hana í ræmur og snúa sárinu upp og grill þannig ostinn. Um að gera að prófa líka hvítlaukskrydd og pipar saman.


BLÓMKÁLS OG PÚRRULAUKSGRATÍN

Þetta gratín er svo ofur einfalt og fljótlegt að það er eiginlega hlægilegt. Þetta kom til þegar ég átti blómkálshaus sem var að skemmast og bara hálftími í kvöldmat. Þá voru góð ráð dýr ... eða kannski ekkert svo dýr, meira kostnaður við mjólk, púrrulaukssúpu og blómkálshaus.

1 blómkálshaus
1 púrrulaukssúpa
3 dl mjólk eða 2 dl mjólk og 1 dl rjómi
1 msk af rjómaosti skemmir ekki fyrir :)
Ostur ofan á.

Eldaði púrrulaukssúpuna með einungis 2 dl af mjólk og einum af rjóma. Skellti einnig með 1 msk af rjómaosti. Á meðan súpan var að hitna brytjaði ég blómkálið niður í litla munnbita og skar einnig smá af púrrulauk til að hafa með, sirka 2 msk af púrrulauk. Setti blómkálið í eldfast mót, súpuna yfir þegar hún var búin að þykkna og ost ofan á allt heila klabbið. Inn í ofn í 15-20 mín eða þar til osturinn var farinn að brúnast.

Þetta gratín var óheyrilega gott. Hafði með heilveitispaghettí og ferkst grænmeti. Maðurinn minn sem er orðabókaskilgreiningin fyrir óða kjötætu var alsæll með þennan rétt, sem segir mér að þettta var í raun og veru gott, það var ekki bara ég.