Friday, June 13, 2014

Sumarlistinn 2014

Við fjölskyldan gerðum sumarlista síðasta sumar og það var virkilega gaman að gera hlutina sem voru á honum og krossa við. Þegar sumrinu lauk var síðan vel sýnilegt hvað við höfðum gert yfir sumarið. Við ákváðum því að gera aftur sumarlista fyrir þetta sumar og vildi ég deila því með ykkur. Bæði listanum okkar og síðan tómum lista ef þið mynduð vilja nýta ykkur formið :)
Það er margt hægt að bralla sem ekki þarf að kosta mikið og það verða oft bestu minningarnar. Ég man til að mynda eftir því eitt sumarið þegar ég var um 8 ára að mamma og ég fórum í sundbolina okkar og máluðum hvor aðra hátt og lágt og skelltum okkur síðan í heita pottinn. Þetta uppátæki kostaði ekki mikið en minningin færir mér ávallt bros. Vonandi á sumarið eftir að færa ykkur margar slíkar minningar.

Góða skemmtun í sumar.

No comments:

Post a Comment