Sunday, June 15, 2014

Ítalskt kartöflusalat


Virkilega gott kartöflusalat hér á ferð. Ég sjálf er ekki mikið fyrir kartöflusalat með majonesi eða sýrðum rjóma svo að þetta salat hitti beint í mark hjá mér. Þetta er bæði létt, sumarlegt og bragðgott.

Ítalskt kartöflusalat 

  • 800 g kartöflur - skornar í báta
  • smá olía til að setja yfir kartöflurnar
  • salt og pipar

    Setjið kartöflurnar í eldfast mót, setjið olíu yfir og salt og pipar. Blandið saman og bakið inni í ofni við 220°C í um 30 mínútur. Veltið þeim reglulega til. Þegar þær eru fullabakaðar, takið þær út úr ofninum og kælið.
  • 10 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir í smáa bita
  • 1 dl af smátt saxaðri ferskri steinselju (helst flatlaufa)
  • 1,5 dl valhnetur (má líka blanda valhnetum og pekanhnetum)
  • 1 þríhyrningur parmesanostur, gróft rifinn.

    Ristið hneturnar á bökunarpappír í ofni, ca. 4 mínútur í 200°C heitum ofni. Þær eiga að brúnast örlítið en alls ekki var svartan lit á sig. Kælið þær síðan örlítið og saxið í smærri bita. Blandið síðan öllum ofangreindum hráefnum saman. 

  • 1 dl olía (ólífu eða Isio)
  • 1 msk dijon sinnep 
  • 2 msk balsamik edik

    Pískið dressinguna vel saman og setjið yfir kartöflusalatið rétt áður en á að borða það, mér finnst fínt að gera það ca. 20-30 mínútum áður. Ef dressingin er látin vera of lengi í salatinu finnst mér það verða svolítið blautkennt. 
Þetta hentar einstaklega vel með öllum grillmat ... algjört lostæti! 

Verði ykkur að góðu, kv. Hilja
Fengið upphaflega hjá vinotek.is

3 comments: