Thursday, October 31, 2013

Gátan

Hvað heldur ÞÚ að verði úr þessu ??? Lausnin kemur um helgina svo að fylgist með :)


Monday, October 28, 2013

Beikonvafður kjúklingur fylltur með gráðaosti og döðlum!

Ég fór í boð á laugardagskvöldið þar sem frábær matgæðingur að nafni Begga bar fram hvern dýrindis réttinn á fætur öðrum. Þar á meðal voru beikonvafðar döðlur sem fylltar voru með gráðaosti.

Út frá því fékk ég hugmyndina að þessum rétt, beikonvafðar kjúklingarúllur fylltar með döðlu-og gráðaostamauki. Ég bar þetta fram með heimatilbúinni hvítlaukssósu, hrísgrjónum og fersku salati. Svo ég segi sjálf frá þá var þetta GUÐDÓMLEGA GOTT. Ef þig langar að prófa þetta, endilega taktu þessa uppskrift með þér í eldhúsið.

Döðlu-og gráðaostafylltar kjúklingarúllur vafðar í beikon. 

2 kjúklingabringur sem ég sker endilangt. Fletjið þær síðan út, t.d. með því að fá útrás með steikarpönnunni. :) Ég set stóran glæran plastpoka ofan á þær og lem þær til með pönnunni.

1/2 blár gráðaostur frá MS (má alveg vera aðeins meira, skemmir ekkert fyrir)
8-9 þurrkaðar döðlur
 - Döðlurnar hitaðar í potti með 1 matskeið af vatni og maukaðar. Gráðaostinum hrærður við þar til hann er bráðnaður saman við.

Smyrjið maukinu ofan á bringurnar og kryddið með salti og pipar. Rúllið þeim upp og vefjið með beikoni. Setjið inn í ofn í 50 mín við 200°C og snúið reglulega svo að beikonið steikjist jafnt.

Njótið svo afskaplega vel!

Knús og Kram, Hilja

Sunday, October 13, 2013

Jólaskraut héðan og þaðan



Jólin nálgast og mig langaði að deila með ykkur nokkrum hugmyndum að skrauti sem ég hef fundið hér og þar.

Ýtið bara á myndirnar og þær leiða ykkur þá á réttar slóðir.