Friday, July 19, 2013

Verslun sumarsins

Verð bara að deila með ykkur blómabúð sem að ég elska að fara inn í. Það eru svo margir fallegir hlutir þarna inni og ef maður lætur gera blómaskreytingu fyrir sig að þá klikkar hún aldrei.

Já, svo að það komi nú fram fyrir þá sem vilja vita að þá er ég að tala um Sjafnarblóm. Ég varð algjörlega heilluð af þessari bláu könnu og bollum, hversu falleg getur ein kanna eiginlega verið.

Ég stökk þarna inn þegar við familían vorum á leið í brúðkaupsveislu á systur mannsins míns og ég var ekki lengi að finna þennan fallega disk og yndislegu smáfugla. Ég setti þetta upp eins og ég vildi hafa allt saman og útskýrði hvernig blómaskreytingu ég vildi fá og viti menn, þegar konan kom til baka varð ég hugfangin af sköpunarverkinu. Ég gekk út eitt stórt bros yfir fullkominni þjónustu og gullfallegri gjöf sem myndi brátt fá nýja eigendur.

Wednesday, July 10, 2013

Listin að kunna að slaka á ....

Sumarfrí fer mér ekki vel, ég iða í skinninu af löngun til að gera eitthvað. Ég er með mörg verkefni í gangi og það stærsta eru líklega jólagjafirnar. Já, þið lásuð rétt jólagjafirnar og ekki seinna vænna, aðeins rétt rúmlega 5 mánuðir í jólin. Ég hef sjaldan verið eins sein og núna. Set hérna mynd af einum hlut sem er partur af hugmynd ... segi ekki meira :) En eldri sonurinn teiknaði þetta á bolla fyrir pabba sinn með þar til gerðum postulínspenna (keyptum í Litir og föndur). Pabbinn auðvitað alsæll með kaffibollann sinn og ég er ekki frá því að það gæti fyrir smá öfund af minni hálfu gagnvart honum.

En ég er að vinna í því að gera lista og hugmyndir yfir gjafir til að gera sjálfur. Mér finnst það persónulega mun skemmtilegri jólagjafir. Ég set þetta inn í hollum og ég vonast til þess að fyrsti hluti líti dagsins ljós fyrir lok júlí. En það eru vonir og væntingar, sjáum til hvort það gangi eftir.

Vildi líka deila með ykkur þessari síðu Card making and paper craft . Ég er algjörlega sokkin ofan í hana, ekki af því að ég er mikið í því að gera kort heldur möguleikana sem þessi síður býður upp á til að skapa eitthvað algjörlega nýtt. Ef þið eruð heppin deili ég kannski með ykkur nokkrum hugmyndum og útfærslum bráðlega. En það er verkefni 2 sem ég er með í gangi. 

3 verkefnið sem ég er með er að sauma mér flík, ég setti það á sumarlistann (sjá hér)og ætla mér að standa við það enda eitt af því sem mig langaði mikið til að gera áður en vinna hefst á ný.

Spurning um að fá sér einn vænan bolla af kaffi og þykjast slaka á....................