Monday, April 1, 2013

Forskot á sumarið

Um að gera að fá sumarið inn aðeins á undan áætlun.
Þetta er mjög einfalt í framkvæmd. Klippa nokkrar birkigreinar, mèr finnst það vera með skemmtilegasta ùtlitið. Finna síðan litríkt og skemmtilegt efni, grænan blómavír og svo skemmir það ekkert fyrir ef maður á þurrkuð lauf eða gervilauf og jafnvel fiðrildi eins og ég var svo heppin að eiga. Nota svo blómavírinn til að festa efnið og hlutina á greinarnar, finna fallegan blómapott og nota mold eða möl til að halda greinunum á sínum stað.

Elska það að finna fyrir sumrinu þegar ég sè þessa skreytingu.

No comments:

Post a Comment